Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Lokað í Geldingadölum fram á páskadagsmorgun
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 2. apríl 2021 kl. 16:45

Lokað í Geldingadölum fram á páskadagsmorgun

Lokað verður fyrir umferð að Geldingadölum frá kl. 18 föstudaginn langa til kl. 06 á páskadagsmorgun. Ástæðan er að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns Lögreglunnar á Suðurnesjum vond veðurspá fyrir morgundaginn, laugardaginn 3. apríl.

„Þetta verður líka kærkomið frí fyrir björgunarsveitafólk. Við verðum samt með lágmarksvakt,“ sagði Gunnar við VF og bætti við að það hafi gengið vel á gosslóðum að undanförnu. Traffíkin hafi verið jöfn og mikil en þó hafi bílastæði ekki fyllst og kann að vera vegna rútuferða sem hafa gengið vel.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024