Lokað fyrir kalda vatnið á miðnætti
Vatnsveita Reykjanesbæjar hefur gefið út frá sér tilkynningu þess efnis að lokað verði fyrir kalda vatnið frá miðnætti í nótt og einhvað fram eftir nóttinni. Verið er að gera við leiðslur og þarf þess vegna að taka af allt kalt vatn í "keflavíkurhluta" Reykjanesbæjar.Ekki er vitað með vissu hvenar vatnið skellur á aftur.