Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lokað fyrir heita vatnið
Sunnudagur 13. júní 2021 kl. 07:06

Lokað fyrir heita vatnið

Lokað verður fyrir heitt vatní Suðurnesjabæ, Keflavík, Ytri og Innri Njarðvík og Vogum vegna endurnýjunar stofnlagnar við dælustöð á Fitjum mánudaginn 14. júní kl. 22:00.

Fréttatilkynning frá HS Veitum:
„Við hvetjum viðskiptavini sem eru með hringrásadælu á hitakerfi að taka þær úr sambandi á meðan að enginn þrýstingur er á kerfinu.

Gert er ráð fyrir að lagnavinnu ljúki um nóttina og að eðlilegur þrýstingur verði kominn á að morgni þriðjudags 15. júní.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sama kvöld þarf að loka fyrir kalt vatn í hluta Keflavíkur vegna viðhaldsvinnu.
Lokað verður fyrir kalda vatnið kl. 23:00.
Ekki er vitað nákvæmlega hvað lokunin stendur lengi yfir en vatni verður hleypt á aftur um leið og vinnu lýkur og er vonast til að það verði að morgni þriðjudags.

Við sendum  skilaboð (SMS) og eða tölvupóst á viðskiptavini sem hafa skráð þær upplýsingar hjá okkur.
Skrá má símanúmer og netföng á Mínum síðum HS Veitna, sjá nánar HÉR