Lokað að gosinu í dag vegna framkvæmda
Vegna framkvæmda á gönguleið að gosstöðvum verður lokað inn á svæðið í dag segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Í tilkynningunni kemur reyndar ekki fram hvort opið verði á svæðið í kvöld en fyrirspurnum um það rignir nú yfir lögreglu á fésbókarsíðu hennar.
Fréttin verður uppfærð þegar kemur í ljós hvort opið verði á svæðið í kvöld.