Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 1. apríl 2002 kl. 01:43

Lokaatriði Die Another Day myndað í Bláa lóninu í dag

Lokaatriði nýjustu Bondmyndarinnar Die Another Day verður tekið í Bláa lóninu. Stjórnendum Bláa lónsins var tilkynnt um þessa ákvörðun Lee Tamahori leikstjóra myndarinnar á laugardag og þá þegar hófst undirbúningur að tökum. Bond sjálfur, leikarinn Pierce Brosnan, kom með einkaþotu síðdegis í gær. Von er á Halle Berry til landsins fyrir hádegi í dag frá London.Eins og við höfum áður greint frá hér á vf.is skoðuðu aðstandendur myndarinnar aðstæður í Bláa lóninu með myndatökur í huga. Magnea Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Bláa lónsins, sagði þá í samtali við Víkurfréttir að engin viðbrögð hefðu komið frá 007-hópnum þá.
Lee Tamahori leikstjóri myndarinnar fól hins vegar umboðsaðilum sínum hér á landi, Saga film, að tilkynna um myndatökurnar.
Magnea Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Bláa lónsins, sagði að tökur færu fram í dag, annan í páskum. Þó hafi hluti af atriðinu verið tekinn síðdegis í gær, páskadag. Þá var ekki notast við leikara.
„Bláa lóninu er ekki lokað vegna myndatökunnar, heldur hefur hluti af lóninu verið girtur af. Fólk getur fylgst með tökunum úr veitingasal Bláa lónsins,“ sagði Magnea í samtali við Víkurfréttir.
Búast má við kvikmyndastjörnunum Pierce Brosnan og Halle Berry í Bláa lónið um kl. 14 í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024