Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Loka og læsa hurðum og gluggum
Laugardagur 20. nóvember 2010 kl. 09:41

Loka og læsa hurðum og gluggum


Öryggismiðstöðin hefur til margra ára boðið upp á útkallsþjónustu öryggisvarða í Reykjanesbæ og sinnir m.a. öllum útköllum fyrir fasteignir Reykjanesbæjar. Ómar Örn Jónsson, markaðsstjóri Öryggismiðstöðvarinnar, segir mjög öfluga vakt á svæðinu og útkallsbíla á ferðinni allan sólarhringinn, alla daga ársins. En þó er margt hægt að gera sem kostar ekki krónu.

Lokið og læsið öllum hurðum og gluggum vandlega þegar heimilið er yfirgefið, alveg óháð því hversu lengi á að vera í burtu. Nágrannar ættu að tala saman um varnir því öflug nágrannavarsla hefur reynst vel gegn innbrotum. Ef vart verður einkennilegra mannaferða er gott að skrá það hjá sér, t.d. bílnúmer eða einhver persónueinkenni. Lykla ætti alls ekki að geyma undir mottum eða annars staðar þar sem þjófar geta auðveldlega fundið þá. Ef heimilið er yfirgefið í lengri tíma er hægt að grípa til aðgerða sem minnka líkur á að þjófar taki eftir því. Fyrir þá sem kjósa að hafa öryggismálin alveg á hreinu bjóðast öflug öryggiskerfi gegn hóflegu mánaðargjaldi. Öryggiskerfin draga ekki bara úr líkum á innbroti heldur líka bruna og vatnstjóni. Fleiri hollráð gegn innbrotum er að finna á vef Öryggismiðstöðvarinnar,  www.öryggi.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024