Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögregluvarðstofum fjölgað á Suðurnesjum
Mánudagur 29. janúar 2007 kl. 17:55

Lögregluvarðstofum fjölgað á Suðurnesjum

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, staðfesti í dag með formlegri undirskrift skipurit lögreglustjórans á Suðurnesjum en sem kunnungt er varð embættið til núna um áramótin við sameiningu lögregluembættanna í Keflvík og á Keflavíkurflugvelli.

Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri, kynnti við sama tækifæri helstu áherslubreytingar embættisins við sameininguna en þær felast einkum í auknum sýnileika lögreglu, eflingu í rannsóknum mála, auknum málshraða og öflugu teymi lögreglumanna í fíkniefnamálum. Við sameininguna er embættið orðið það næst stærsta á Suðurnesjum með yfir 220 starfsmenn.

Við sama tækifæri var undirritað samkomulag við sveitarfélögin á Suðurnesjum um fjölgun varðstofa á svæðinu. Það hefur í för með sér að varðstofur verða framvegis starfræktar í Sandgerði, Vogum, og Garði samhliða því að varðstofan í Grindavík verður efld.

Mynd: Skipuritið staðfest. Jóhann R. Benedikstsson, lögreglustjóri, Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri.

 

VF-mynd: elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024