Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglustjórinn hvetur fólk til að gefa blóð
Sunnudagur 1. október 2017 kl. 10:00

Lögreglustjórinn hvetur fólk til að gefa blóð

-Blóðbankabíllinn verður staðsettur við KFC í Njarðvík á þriðjudag

„Ég skora á ykkur öll sem hraust eruð og til þess fallin að gefa blóð að leggja Blóðbankanum og viðskiptavinum hans lið,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, en blóðbankabíllinn verður staðsettur við KFC í Njarðvík frá kl. 10 til 17 á þriðjudaginn í næstu viku, þann 3. október.

„Það er nokkuð síðan Blóðbankabíllinn kom til okkar síðast og því er vonandi komið að því að mörg ykkar geti gefið í þetta sinn. Margir sjúklingar þurfa nauðsynlega að þiggja blóð. Það er svo einfalt að láta gott af sér leiða með lítilli gjöf, sem þó er svo stór fyrir þiggjanda,“ segir Ólafur.

Nánari upplýsingar má finna á vef Blóðbankans.


Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Ólafur Helgi, er blóðgjafi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024