Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglustjóri ók framhjá hópi mótmælenda
Föstudagur 12. september 2008 kl. 16:21

Lögreglustjóri ók framhjá hópi mótmælenda


Jóhann R. Benediktsson ók framhjá lögreglustöðinni í Keflavík á sama tíma og hælisleitendur stóðu þar fyrir mótmælum nú eftir hádegið. Hann kom ekki inn á bílastæði lögreglustöðvarinnar, heldur hélt áfram för sinni. Skrifstofa lögreglustjórans er ekki á lögreglustöðinni við Hringbraut í Keflavík, heldur í lögreglustöðinni í Grænási. Þangað stefndu mótmælendur fyrst en snéru síðan við og gengu að lögreglustöðinni í Keflavík.


Á milli 20-30 manns, flestir hælisleitendur, stóðu fyrir mótmælagöngunni og stöðunni framan við lögreglustöðina við Hringbraut. Þar komu þau skoðunum sínum á framfæri í gegnum gjallarhorn og kölluðu eftir svörum lögreglunnar við ýmsum spurningum sem hafa vaknað eftir húsleitir lögreglunnar í gærmorgun. Engin lögreglumaður kom hins vegar út á tröppur lögreglustöðvarinnar til að ræða við fólkið, en lögreglumenn fylgdust með í gegnum glugga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á meðfylgjandi myndum má annars vegar sjá mótmælastöðuna framan við lögreglustöðina við Hringbraut og hins vegar má sjá Jóhann R. Benediktsson lögreglustjóra bruna framhjá á svörtum jeppa.



Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson / [email protected]