HS Veitur
HS Veitur

Fréttir

  • Lögreglustjóri hvetur til blóðgjafar
  • Lögreglustjóri hvetur til blóðgjafar
    Ólafur Helgi Kjartansson blóðgjafi
Þriðjudagur 23. ágúst 2016 kl. 13:56

Lögreglustjóri hvetur til blóðgjafar

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur skorað á alla starfsmenn embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum að gefa blóð. Blóðbankinn verður í heimsókn í Reykjanesbæ á morgun, miðvikudaginn 24. ágúst kl. 10-17.

„Ávallt er mikil þörf blóðs og því skorar undirritaður á alla sem vettlingi geta valdið eða öllu heldur brett upp ermar og mega gefa blóð heilsu sinnar vegna og nægilegs tíma frá síðustu blóðgjöf að líta við í Blóðbankabílnum sem líkt og venjulega verður við KFC við Krossmóa á morgun, 24. ágúst frá kl. 10-17. Það er gott að gefa af sér öðrum til góðs og bættrar heilsu.

Með beztu kveðju,
Ólafur Helgi Kjartansson,
blóðgjafi“.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025