Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglustjóra ekki heimilt að ráðstafa fjármunum án heimilda
Miðvikudagur 7. mars 2007 kl. 10:35

Lögreglustjóra ekki heimilt að ráðstafa fjármunum án heimilda

Í ljósi þess að ekki liggja enn fyrir fjárheimildir vegna öryggisgæslu á fyrrverandi varnarsvæði á Keflavíkurflugvelli, tók yfirstjórn lögregluembættisins á Suðurnesjum þá ákvörðun að segja upp þeim starfsmönnum sem sinnt hafa öryggisgæslunni frá brotthvarfi varnarliðsins síðasta haust, að því er segir í fréttatilkynningu frá embættinu.

„Ákvörðun yfirstjórnar embættisins var tekin þar sem embættið var upplýst af utanríkisráðuneytinu að ekki lægi enn fyrir hversu miklum fjármunum verði varið til verkefnisins. Ákvarðanir um uppsagnir eru endanlega á ábyrgð lögreglustjóra og ber honum að haga útgjöldum embættisins í samræmi við þá fjármuni sem embættið hefur til ráðsöfunar.

Hér er því um ráðstöfun að ræða sem tekin er út frá varfærnissjónarmiðum þar sem lögreglusjóra er ekki heimilt að ráðstafa fjármunum á skýrra heimilda. Vonir standa þó til þess að fjármögnun vegna verkefnisins verði leyst mjög fljótlega með samningum milli ráuneyta og embættisins og starfsöryggi starfsmannanna þar með tryggt,“ segir í tilkynningunni frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum.

VF-mynd/elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024