Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglusamþykktir sveitarfélaga verði samræmdar
Tjaldað í hlíðum Þorbjarnar um hávetur.
Miðvikudagur 18. október 2017 kl. 07:00

Lögreglusamþykktir sveitarfélaga verði samræmdar

Erindi bæjarstjóra Reykjanesbæjar og formanns stjórnar Reykjanes UNESCO Global Geopark um samræmingu lögreglusamþykkta sveitarfélaganna á Suðurnesjum hefur verið tekin til afgreiðslu hjá bæjarráði Sveitarfélagsins Voga. Bæjarráð samþykkir erindið og tilnefnir Ásgeir Eiríksson bæjarstjóra sem fulltrúa í vinnuhópinn.

Bæjarráð Sandgerðis samþykkir samhljóða að taka þátt í að setja eina samræmda lögreglusamþykkt fyrir umdæmi lögreglustjórans á Suðurnesjum. Bæjarstjóri er skipaður fulltrúi Sandgerðisbæjar í vinnuhóp sem skili niðurstöðu um málið fyrir 15. nóvember nk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Erindi stjórnar Reykjanes jarðvangs, dags. 7. júní 2017, var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Sandgerðis. Í erindinu er lagt til að sveitarfélög á Suðurnesjum breyti lögreglusamþykktum þannig að gisting í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum verði aðeins heimiluð á sérmerktum svæðum, hvort heldur sem er í þéttbýli eða dreifbýli.