Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Lögreglumenn styrkja fjölskyldur á Suðurnesjum
Þriðjudagur 29. desember 2009 kl. 13:44

Lögreglumenn styrkja fjölskyldur á Suðurnesjum


Fimm fjölskyldur á Suðurnesjum fengu í gær úthlutað samtals 400 þúsund krónur úr Styrktar- og hjálparsjóði Landssambands lögreglumanna. Sr. Skúli S. Ólafsson, sóknarprestur, veitti framlaginu viðtöku en Keflavíkurkirkja tók að sér að koma styrkjunum til fjölskyldnanna.
Styrktarsjóðurinn var stofnsettur 1992 en allir lögreglumenn landsins greiða í hann. Úthlutað hefur verið árlega úr sjóðnum upphæð á bilinu 700 þúsund til einnar milljónar króna, að sögn Geirs Jóns Þórissonar, sem afhenti styrkina fyrir hönd sjóðsins.

VFmynd/elg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024