Lögreglumenn óvenju hressir í dag, segir varðstjórinn
Lögreglumenn á vakt hjá lögreglunni í Keflavík voru óvenju hressir undir kvöld þegar vaktaskipti fóru fram, að sögn Pálma Aðalbergssonar varðstjóra. Þeir skildu ekki eftir neinar fréttir eftir daginn og eina skýringin á léttri lund lögreglumanna sem voru að fara til síns heima skömmu fyrir kl. 19 var sú að veðrið var fallegt í allan dag og gaman að njóta þess að vera úti við.Hins vegar eru margir sem skafa eingungu lítið frímerki af hrímuðum rúðum í frostinu og gera svo heiðarlega tilraun til að aka svoleiðis um götur bæjarins. Það er ástand sem löggan líður ekki og fólk er því hvatt til að gefa sér eina auka mínútu til að skafa bílrúðurnar áður en haldið er út í óvissuna nú þegar sólin er lágt á lofti.