Lögreglumenn með 700 þúsund í laun í haust
Mikil vinna hefur verið undanfarna mánuði hjá lögreglumönnum á Keflavíkurflugvelli. Vitað er að lögreglumenn hafi á haustmánuðum náð 700 þús. krónum í mánaðarlaun. Jóhann R. Benediktsson sýslumaður á Keflavíkurflugvelli segir að þetta sé að jafna sig og álagið dreifist nú á fleiri menn en áður vegna þess að nýlega voru ráðnir átta nýir lögreglumenn til starfa.
Hann staðfestir það að sumir lögreglumenn hafi náð allt að 700 þúsund krónum í laun fyrir einn mánuð en segir jafnframt að fyrir því séu nokkrar ástæður. Sú sem skiptir mestu máli er að gengið hefur verið frá svokölluðum stofnanasamningi við lögreglumenn og fengu þeir þá borgaða nokkra mánuði aftur í tímann. Jóhann segir að eftir 11. september hafi mikið breyst á Keflavíkurflugvelli en þar sé um að ræða einhliða kröfur frá bandarísku flugmálastjórninni. „Það er verið að draga úr ákveðnum viðbúnaði sem var viðhafður, en annað er komið til að vera. Það liggur ekki að öllu leiti fyrir núna hvað verður og hvað fer. Í síðustu viku voru fulltrúar frá Bandaríkjunum hérna og þeir fóru nákvæmlega yfir alla verkferla hjá okkur. Þeir eru ennþá með allt í mótun hjá sér og því ekki endanlega ákveðið hvernig allt verður", sagði Jóhann að lokum.
Hann staðfestir það að sumir lögreglumenn hafi náð allt að 700 þúsund krónum í laun fyrir einn mánuð en segir jafnframt að fyrir því séu nokkrar ástæður. Sú sem skiptir mestu máli er að gengið hefur verið frá svokölluðum stofnanasamningi við lögreglumenn og fengu þeir þá borgaða nokkra mánuði aftur í tímann. Jóhann segir að eftir 11. september hafi mikið breyst á Keflavíkurflugvelli en þar sé um að ræða einhliða kröfur frá bandarísku flugmálastjórninni. „Það er verið að draga úr ákveðnum viðbúnaði sem var viðhafður, en annað er komið til að vera. Það liggur ekki að öllu leiti fyrir núna hvað verður og hvað fer. Í síðustu viku voru fulltrúar frá Bandaríkjunum hérna og þeir fóru nákvæmlega yfir alla verkferla hjá okkur. Þeir eru ennþá með allt í mótun hjá sér og því ekki endanlega ákveðið hvernig allt verður", sagði Jóhann að lokum.