Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 18. mars 2002 kl. 13:24

Lögreglumenn áreittir við skyldustörf

Það færist í vöxt að ráðist sé á lögreglumenn við skyldustörf. Piltur sem stöðvaður var vegna gruns um ölvun við akstur á Ísafirði um helgina réðist á lögreglumenn og skaddaði þá.  Karl Hermannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögregluembættinu í Keflavík segir aðspurður, að það sé tilfinning hjá embættinu í Keflavík að áreiti við lögreglumenn í starfi hafi ekki verið eins mikið síðasta árið og árin þar á undan. Karl segir þetta annars hafa verið viðvarandi vandamál og segir að nær eingöngu sé um það að ræða að fólk veitist að lögreglu á kvöldin um helgar þegar margir eru saman komnir. Karl segist vona að tilfinnign sín sé rétt og fólk sé i minna mæli að hindra lögreglumenn við skyldustörf.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024