Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglumenn ánægðir með nýjan farkost
Laugardagur 22. júní 2002 kl. 00:46

Lögreglumenn ánægðir með nýjan farkost

Lögreglan í Keflavík fékk mikinn liðsstyrk síðdegis í gær, föstudag, þegar glænýrri Volvo S80 lögreglubifreið var ekið í hlaðið á lögreglustöðinni í Keflavík. Nýi bíllinn er búinn öllum helstu þægindum og fullkomnasta búnaði sem völ er á í fjarskiptum og radarmælingum. Þannig geta lögreglumenn bæði radarmælt ökutæki sem koma á móti lögreglubílnum og einnig mælt bíla sem koma á eftir lögreglubílnum. Hvort það kallist „að láta taka sig í rassgatið“ að vera mældur út um afturrúðu lögreglubílsins, skal ósagt látið en varðstjóri sem Víkurfréttir ræddu við í kvöld tók vel í nafngiftina.Nýi lögreglubíllinn er dísilknúinn með öflugri 160 ha. vél sem skilar mikilli orku. Lögreglumenn- og konur í Keflavík eiga því að geta komist hratt yfir þegar mikið liggur við á þessum glæsilegasta bíl lögregluflotans á Suðurnesjum.

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Sigurður Bergmann varðstjóri þvoði þjóðvegarykið af Vollanum við lögreglustöðina í Keflavík á sjöunda tímanum á föstudagskvöld.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024