Lögreglumenn á Suðurnesjum funda á háannatíma í flugstöðinni
Lögreglumenn á Suðurnesjum hafa verið boðaðir til fundar á morgun, mánudaginn 15. júní. Fundurinn er á sama tíma og háhönn verður í komu millilandaflugvéla til Keflavíkurflugvallar. Lögreglumenn sem sinna landamæravörslu á Keflavíkurflugvelli hafa fengið boð á fundinn.
Stjórn Landssambands lögreglumanna mun funda í Reykjanesbæ á mánudag kl. 15:00 og svo er almennur félagsfundur kl. 16:00 en ennþá er ósamið við lögreglumenn.
Á þessum tíma eru nokkrar flugvélar væntanlegar til Keflavíkurflugvallar en sex flugvélar eiga að koma til vallarins á tímabilinu 14:45 til 16:30.