Lögreglumaður smyglar munntóbaki
Lögreglan á Keflavíkurflugvelli rannsakar nú smyglmál þar sem fyrrum afleysingalögreglumaður var staðinn að verki við að smygla um 30 dósum af sænsku munntóbaki.
Tóbakið, sem er ólöglegt hér á landi, var flutt til landsins af félaga mannsins að sögn mbl.is, en í Leifsstöð tók lögreglumaðurinn við efninu og faldi í skáp sínum þar sem hann hugðist sækja það síðar. Samstarfsmenn hans sáðu hins vegar til hans og varð ekkert af því að hann kæmist burt með dósirnar.