Lögreglumaður slasaðist við handtöku á æstum manni
Lögreglumaður úr lögreglunni í Keflavík slasaðist lítillega við handtöku á mjög ölvuðum og æstum manni í heimahúsi í Keflavík í vikunni. Maðurinn sem var handtekinn hafði verið uppvís að heimilisófriði og fékk að gista fangahús lögreglunnar í Keflavík.Hvert framhald málsins verður er óljóst á þessari stundu.