Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglumaður fluttur á sjúkrahús
Mánudagur 7. desember 2009 kl. 10:10

Lögreglumaður fluttur á sjúkrahús

Lögreglumaður var fluttur á Landspítalann í Fossvogi vegna gruns um reykeitrun eftir að hann fór inn í íbúðarhús í Vogum í gær. Eldur hafði kviknað í íbúðarhúsi við Fagradal í Vogum en tilkynnt var um reyk frá þakskeggi hússins kl. 14 í gærdag. Nágrannar reyndu að slökkva eldinn með slökkvitæki áður en slökkvilið og lögregla komu á staðinn. Lögreglumaðurinn sem fluttur var á sjúkrahús, hafði farið inn í húsið til að athuga hvort einhver væri þar inni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Brunavarnir Suðurnesja fóru á staðinn og kom í ljós að eldur var logandi í millilofti. Ekki mátti miklu muna að illa færi en sperrur voru m.a. byrjaðar að sviðna.


„Það mátti ekki miklu muna,“ segir varðstjóri. Sperrur hafi m.a. verið byrjaðar að sviðna. Grunur er um að eldurinn hafi kviknað út frá ljósi. Skemmdir urðu bæði vegna vatns og reyks.



Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson