Lögreglumaður bjargar skipi frá að slitna upp í Njarðvík
Lögreglumaður í Keflavík bjargaði fiskiskipinu Stokksey ÁR 40 frá því að slitna frá bryggju og reka upp í fjöru við Njarðvíkurhöfn nú í kvöld. Skipið var slitið frá að aftanverðu og vantaði lítið uppá að það losnaði að framan.Mjög hvasst var þegar lögreglan kom að skipinu og mikið vatnsveður. Lögreglumaðurinn, Hörður Óskarsson, komst þó um borð í skipið og naut síðan aðstoðar félaga síns og hafnarvarðar við að koma landfestum frá Stokksey og yfir í annað skip sem var bundið í höfninni. Ástandið var þannig að skipið var laust að aftan og stóð afturhluti þess út í höfnina.
Eigendum skipsins var þegar gert viðvart og er flokkur manna á leið á staðinn til að koma böndum á skipið.
Hörður Óskarsson lögreglumaður sagði eftir að hann var kominn í land og búinn að tryggja að Stokksey færi ekkert: „Þetta var blautt.“ Óhætt er að taka undir það, því ekki var þurran þráð að finna á mönnum eftir björgunina.
Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Eigendum skipsins var þegar gert viðvart og er flokkur manna á leið á staðinn til að koma böndum á skipið.
Hörður Óskarsson lögreglumaður sagði eftir að hann var kominn í land og búinn að tryggja að Stokksey færi ekkert: „Þetta var blautt.“ Óhætt er að taka undir það, því ekki var þurran þráð að finna á mönnum eftir björgunina.
Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson