Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglu grunar að pólskt glæpagengi sé búsett í Reykjanesbæ
Mánudagur 24. mars 2008 kl. 04:46

Lögreglu grunar að pólskt glæpagengi sé búsett í Reykjanesbæ

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögregluna grunar að pólskt glæpagengi sé búsett í Reykjanesbæ. Allt að átta árásarmenn úr alvarlegri árás sem átti sér stað í Reykjavík á laugardag eru ennþá ófundnir. Fjórir menn, sem tóku þátt í árásinni, og tilheyra pólska glæpagenginu, voru handteknir á Reykjanesbraut. Bifreið þeirra var stöðvuð eftir eftirför á Strandarheiði. Níu lögreglubílar og mótorhjól tóku þátt í þeirri aðgerð.

Fórnarlömb úr árásinni í Reykjavík segja pólskar glæpaklíkur herja á aðra Pólverja á Íslandi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir frásögn fórnarlambanna, að pólskir glæpamenn beiti landa sína kúgunum og ofbeldi. Vitað sé um nokkur slík tilfelli, og tilkynnt hafi verið um eitt þeirra í síðustu viku, að því greint er frá á vef Ríkisútvarpsins. Hún segir þó líkamsárásarmálið í Keilufellinu enn í rannsókn, of snemmt sé að fullyrða um málavexti.

Sjö karlmenn búa í húsinu sem glæpaklíkan réðst til inngöngu í og hlutu allir áverka á höfði og víðar um líkamann. Tveir handleggsbrotnuðu og einn lá enn á sjúkrahúsi nú síðdegis. Einn hinna slösuðu sagðist hafa setið í stofunni og horft á sjónvarpið, þegar einn árásarmaðurinn vatt sér inn og tók að berja hann með kylfu. Hann var því fegnastur að tvær konur, sem höfðu verið í heimsókn í húsinu skömmu áður, voru farnar þegar árásarmennina bar að garði.


Mennirnir voru allir augsýnilega í talsverðu uppnámi þegar þeir ræddu við fréttastofu Sjónvarps í gær og fjórir þeirra ætla að flytja úr húsinu á næstu dögum af ótta við að aftur verði ráðist á þá. Þeir segjast ekki vita hvað árásarmennirnir áttu sökótt við þá.

Lögreglan á Suðurnesjum handtók á laugardag fjóra menn vegna árásarinnar, þeir voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald til þriggja vikna.