Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 7. september 2003 kl. 01:20

Lögreglan vill úrbætur við skólana á Suðurnesjum

Þessa dagana hefur lögreglan lagt mikla áherslu á að sinna umferðareftirliti við skólana í umdæminu.  Víða er hlutum ábótavant.  Allt of algengt er að börn sem koma til skóla á reiðhjólum séu hjálmlaus.  Þá skapast oft mikið umferðarteppa við skólana þegar foreldrar aka börnum sínum til skóla og vantar víða betra skipulag á hlutina.Hefur lögreglan verið að vinna að úrbótum á því sviði í samráði við kennara, foreldra og skipulagsyfirvöld. 
Þurfa allir að leggjast á eitt til þess að tryggja öryggi barnanna á leið í skólann, sérstaklega þarf að leggja áherslu á þau yngstu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024