Lögreglan: Verkefnum fjölgar en löggum fækkar
Lögreglumönnum í fullu starfi hjá lögregluembættinu á Suðurnesjum hefur fækkað um ellefu frá árinu 2004, úr 94 í 83. Þetta kemur fram í samantekt sem embættið lét gera og Vísir sagði frá. Tollvörðum hefur á sama tíma fjölgað um fjóra, en eina umtalsverða aukningni er í hópi öryggisvarða, úr 40 í 99. Þetta er í miklu ósamræmi við aukningu á verkefnum embættisins.
Íbúum á svæðinu hefur m.a. fjölgað um 4000, farþegum sem fara um Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur einnig fjölgað mikið þar sem 1,6 milljónir farþega fór um stöðina árið 2004 en í ár er gert ráð fyrir 2,4 milljónum manna.
Þá fjölgar tollafgreiðslum mikið, úr 119 þúsund upp í 212 þúsund sem gert er ráð fyrir í ár.
Heimild: www.visir.is
VF-mynd/pket