Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglan varar við svindlurum
Sunnudagur 6. október 2013 kl. 17:57

Lögreglan varar við svindlurum

kynna sig sem starfsmenn Microsoft

Lögreglan á Suðurnesjum varar fólk eindregið við svindlurum, sem hringja, kynna sig sem starfsmenn Microsoft og segja vera bilun í stýrikerfi tölvu þess sem þeir ræða við hverju sinni. Nýlegt dæmi, sem tilkynnt var lögreglu, sýnir glögglega hvernig svindlararnir vinna.

Erlend kona hringdi þá í íbúa í umdæminu, tilkynnti bilun í stýrikerfi tölvu hans og bað hann að slá inn tiltekin orð. Að svo búnu tilkynnti hún honum að hann þyrfti að kaupa tækniþjónustu, sem kostaði 250 dollara fyrir fimm ára þjónustu, en 350 dollara fyrir ævilanga þjónustu. Maðurinn keypti þjónustu til fimm ára og greiddi með kreditkorti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Konan gaf honum þá samband við „tæknimanninn“ sem tók yfir tölvuna og fór að vinna í henni, m.a. með því að fara í gegnum fæla í stýrikerfi tölvunnar. Þá fóru að renna tvær grímur á eiganda hennar sem hafði samband við lögreglu. Hann lét loka greiðslukorti sínu, en 250 dollara galdfærsla hafði þá komið fram á kortareikningi hans.