Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglan tók fíkniefni í heimahúsi
Laugardagur 19. september 2020 kl. 15:18

Lögreglan tók fíkniefni í heimahúsi

Lögreglan á Suðurnesjum fann metamfetamín, kannabisefni og hvítar töflur í húsleit sem farið var í að fenginni heimild  í íbúðarhúsnæði í Keflavík í vikunni. Efnin voru víðs vegar um íbúðina.  Grunur leikur á að fíkniefnaviðskipti hafi farið fram í íbúðinni að undanförnu.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja  til að koma á framfæri  upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.
Einnig er hægt að koma ábendingum á framfæri á Facebook - síðu lögreglunnar á Suðurnesjum: https://www.facebook.com/lss.abending/<https://www.facebook.com/lss.abending/><https://www.facebook.com/lss.abending/>



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024