Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglan stöðvar ökufanta og yfirheyrir sjómann
Fimmtudagur 7. ágúst 2008 kl. 08:28

Lögreglan stöðvar ökufanta og yfirheyrir sjómann

Það breytir engu hvenær lögreglan á Suðurnesjum er á vakt, alltaf eru einhverjir ökumenn sem aka á ólöglegum hraða stöðvaðir af lögreglunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á dagvaktinni í gær stöðvaði lögregla þrjá ökumenn bifreiða á Reykjanesbraut vegna hraðaksturs. Hraði þeirra mældist 120, 121 og 122 km/klst. sannarlega samtaka þessir þrír að aka 30 km/klst. yfir hámarkshraða. Þeir eiga allir von á fjársekt.

Um klukkan 10:00 í morgun hafði lögregla afskipti af ökumanni bifreiðar þar sem aksturslag hans þótti einkennilegt. Var hann grunaður um ölvun við akstur.

Lögreglan hafði einnig afskipti í gær af sjómanninum og  lögbrjótnum,  Ásmundi Jóhannssyni.  Þeir tóku á móti honum við  Sandgerðishöfn í gær og spjölluðu við hann, Ásmundur var að koma í land með 750 kg af vænum fisk sem hann veiddi án kvóta.