Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglan stöðvaði sextán ára pilt á stolnum bíl
Miðvikudagur 7. júní 2017 kl. 09:30

Lögreglan stöðvaði sextán ára pilt á stolnum bíl

Piltur sem stöðvaður var í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum aðfararnótt sunnudags reyndist aka bifreið sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi auk þess sem hann var einungis sextán ára og því réttindalaus. Þá var rökstuddur grunur um að hann væri undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Hann var færður á lögreglustöð og barnaverndaryfirvöldum tilkynnt um málið.

Annar ökumaður sem lögregla hafði afskipti af um helgina var með þrjú börn sín, fjögurra, þriggja og tveggja ára laus í bílnum. Sjálfur var hann ekki með öryggisbelti spennt og gat ekki sýnt fram á að hann væri með ökuréttindi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá voru sex ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 136 km hraða á Vogavegi þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.