Lögreglan sér fram á rólega helgi
Rólegt hefur verið hjá lögreglunni í Keflavík undanfarna daga fyrir utan nokkra minniháttar hraðakstra þar sem ökumenn voru rétt yfir hámarkshraða. Sér lögreglan fram á rólega helgi þó svo ekki sé hægt að tryggja það. Nú er mesta ferðamannahelgi ársins gengin í garð og því vildi lögreglan nota tækifærið og benda ökumönnum og öðrum að fara eftir settum reglum, muna eftir tillitseminni í umferðinni og virða hámarkshraða svo allir komi nú heilir heim.