Lögreglan sektar við hættuleg gatnamót
Fimm ökumenn voru kærðir fyrir stöðvunarskyldubrot í Reykjanesbæ í gær. Þrír á gatnamótum Reykjanesbrautar og Stekks og tveir á gatnamótum Reykjanesbrautar og Grænásvegar.
Mörg umferðaróhöpp og slys hafa orðið á þessum gatnamótum og hefur lögreglan sérstakar gætur á þeim.
Mynd: Frá árekstri á Fitjum. Þarna hafa orðið mörg slys. Lögreglan sektar nú þá sem brjóta reglur á gatnamótunum.