Lögreglan sektar illa lagða bíla
Þeir sem eiga í erfiðleikum með að leggja ökutækjum sínum á löglegan hátt ættu frekar að taka strætó niður í bæ, því lögreglan leyfir mönnum ekki að komast upp með það að leggja að vild. Þannig voru tveir sektaðir í dag fyrir að leggja á vafasaman hátt í miðbæ Keflavíkur.Á sama hátt komast ökumenn ekki upp með það að virða ekki hraðatakmarkanir. Einn var tekinn í dag á 123 km. hraða á Reykjanesbrautinni. Hann fær sekt og tapar punktum.