Lögreglan minnir á reglur um skemmtanahald
- um jól og áramót.
Nú þegar jól og áramót eru að ganga í garð þykir Lögreglunni á Suðurnesjum rétt að minna á reglur um skemmtanahald sem í gildi eru á þessum tíma. Þetta kemur fram í ábendingu á Facebook síðu hennar.
SKEMMTANIR OG VEITINGAR UM JÓL OG ÁRAMÓT 2014-2015.
24. des: Allt skemmtanahald bannað frá: kl. 18:00
25. des: Allt skemmtanahald bannað til kl. 06:00 að morgni 26. desember.
26. des: Skemmtanahald leyft (skv. skilyrðum leyfis eða samkomulags).
31. des: Skemmtanahald leyft (skv. skilyrðum leyfis eða samkomulagi eins og um helgi væri að ræða).
1. jan: Skemmtanahald leyft (skv. skilyrðum leyfis eða samkomulagi eins og um helgi væri að ræða) aðfaranótt 2. janúar. 04:30 og allir út 05:00.
1. Skal stöðunum lokað þegar leyfðum veitingatíma áfengis lýkur og allir gestir farnir innan klukkustundar. Þeir skemmtistaðir sem eru með leyfilegan opnunartíma til kl. 04:30 þá eiga allir að vera komnir út kl. 05:00 eins og getið er í samkomulagi við þá staði sem samkomulagið á við.
2. Lögreglan gerir ekki athugasemdir við lágværa tónlist eða flutning sjónvarpsefnis á veitingastöðum enda sé guðsþjónusta, kirkjuathöfn eða annað helgihald ekki truflað.