Framúrskarandi fyrirtæki 2025
Framúrskarandi fyrirtæki 2025

Fréttir

Lögreglan minnir á að ganga frá lausamunum fyrir haustlægðina
Fimmtudagur 25. september 2025 kl. 12:16

Lögreglan minnir á að ganga frá lausamunum fyrir haustlægðina

Lögreglan á Suðurnesjum hvetur íbúa til að búa sig undir fyrstu alvöru haustlægðina sem er væntanleg á næstunni. Samkvæmt veðurspám má búast við mikilli úrkomu og hvassviðri sem getur valdið usla ef lausamunir eru ekki tryggðir.

„Nú er sennilega komið að því að fjarlægja trampólín og það sem fylgdi sumrinu og koma því í geymsluna góðu,“ segir í tilkynningu lögreglu. Þá er sérstaklega bent á að ganga vel frá öðrum lausamunum í görðum og á lóðum sem geta fokið af stað og valdið skemmdum.

Lögreglan biðlar jafnframt til verktaka að huga að öryggi á nýbyggingasvæðum. „Þetta fer allt að bresta á og gott að fara að gera sig reiðubúin fyrir komandi lægðir,“ segir þar að lokum.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
Framúrskarandi fyrirtæki 2025
Framúrskarandi fyrirtæki 2025