Lögreglan með mann í haldi grunaðan um innbrot
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Víkurfrétta hefur lögreglan í Keflavík handtekið mann grunaðan um innbrot í hús og bíla í Reykjanesbæ. Lögreglan er nú að yfirheyra manninn en talið er líklegt að maðurinn tengist þeim innbrotum sem áttu sér stað í húsnæði og bifreið í Reykjanesbæ aðfaranótt miðvikudagsins 13.maí. Lögreglan handtók tvo unglingspillta fyrir skömmu og játuðu þeir að hafa brotist inn í fjórtán bíla. Ekki er talið líklegt að þessi mál tengist.