Lögreglan lýsir eftir stúlku úr Sandgerði
Lögreglan í Keflavík lýsir eftir 15 ára stúlku að nafni Elsa Kristjánsdóttir sem hvarf að heiman frá sér í Sandgerði í gærdag. Hún er þéttvaxin, 175 sm. á hæð, dökkhærð með axlarsítt hár, með ljósa húð, klædd í ljósar gallabuxur , ljósgráan anorakk og í svörtum skóm.Þeir sem verða hennar varir láti lögregluna í Keflavík vita.