Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglan lýsir eftir konu sem lenti í árekstri á mánudag
Föstudagur 30. nóvember 2012 kl. 09:26

Lögreglan lýsir eftir konu sem lenti í árekstri á mánudag

Kona sem var ökumaður grárrar eða silfurlitaðrar fólksbifreiðar og lenti í árekstri í hringtorginu við Flugvallarveg og Skólaveg í Reykjanesbæ laust eftir hádegið á mánudaginn var, er beðin um að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800.

Að sama skapi mættu vitni að þessu óhappi, ef einhver voru, gera slíkt hið sama en þarna hafði orðið árekstur með gulleitri Kia smábifreið og þessari gráu eða silfurlituðu fólksbifreið.

Ökumenn höfðu talað saman á staðnum eftir óhappið en láðst að taka niður upplýsingar. Síðar kom í ljós að tjónið á Kia bifreiðinni var nokkuð meira en talið var í fyrstu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024