Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglan lýsir eftir frönskum ferðamanni
Miðvikudagur 12. júlí 2017 kl. 11:40

Lögreglan lýsir eftir frönskum ferðamanni

Ekkert hefur spurst til franska ferðamannsins Louise Soreda frá því hún kom til landsins 5. júlí síðastliðinn. Lögreglan á Suðurnesjunum lýsir nú eftir henni og óskar eftir aðstoð almennings.

Louise er fædd árið 1995. Talið er að hún sé klædd blá­um galla­bux­um, brún­um fjall­göngu­skóm og hvítri peysu. Einnig hafði hún meðferðis stór­an rauðan bak­poka ásamt upp­rúllaðri ljós­grárri dýnu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þeir sem hafa upp­lýs­ing­ar um Louise, eða hafa séð hana, vin­sam­lega hafið sam­band við lög­regl­una á Suður­nesj­um í síma 444-2200.