Lögreglan lýsir eftir frönskum ferðamanni
Ekkert hefur spurst til franska ferðamannsins Louise Soreda frá því hún kom til landsins 5. júlí síðastliðinn. Lögreglan á Suðurnesjunum lýsir nú eftir henni og óskar eftir aðstoð almennings.
Louise er fædd árið 1995. Talið er að hún sé klædd bláum gallabuxum, brúnum fjallgönguskóm og hvítri peysu. Einnig hafði hún meðferðis stóran rauðan bakpoka ásamt upprúllaðri ljósgrárri dýnu.
Þeir sem hafa upplýsingar um Louise, eða hafa séð hana, vinsamlega hafið samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 444-2200.