Lögreglan lýsir eftir Birgittu
Lögreglan á Suðurnesjum leitar að Birgittu Sif Gunnarsdóttur, 15 ára frá Reykjanesbæ.
Síðast er vitað um ferðir Birgittu um klukkan 15:30 í gær. Þá sást til hennar í Reykjanesbæ en samkvæmt nýjustum upplýsingum er talið að hún sé á höfuðborgarsvæðinu, segir í tilkynningu en síðast var lýst eftir Birgittu Sif þann 9. mars sl.
Birgitta er 160 cm á hæð um 60 kg. Birgitta er með með axlasítt hár en er rökuð hægra megin. Hún var klædd í rauða mittissíða úlpu, bleika hettupeysu og svartar buxur.
Þeir sem verða varir við ferðir Birgittu eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800.