Lögreglan lýsir eftir bifreið

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir gamalli grænni eða blárri jeppabifreið sem ekið var utan í kyrrstæða bifreið á bifreiðastæðinu framan við Tónlistaskólann í Keflavík, milli Hafnargötu og Austurgötu, um kl. 09:40 í gærmorgun.  Jeppabifreið þessari hafði verið ekið norður Austurgötuna og áleiðis inn á bílastæðið þar sem hún rann í hálku á kyrrstæðu bifreiðina. Jeppabifreiðinni hafði síðan verið ekið af bílastæðinu og út á Hafnargötuna. Töluverðar skemmdir urðu á kyrrstæðu bifreiðinni. Þeir sem geta gefið upplýsingar um þessa jeppabifreið eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 420-1800.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				