Lögreglan lýsir eftir Agnesi Lilju
Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Agnesi Lilju Ingvarsdóttur. Agnes er 14 ára, grannvaxin um 160 sm á hæð, dökkhærð. Hún gæti verið með síða hárlengingu sem taka má af þannig að eftir er mjög stutt hár. Ekki er vitað með klæðnað hennar. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hennar síðan s.l. mánudag hafi samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800.