Lögreglan lýsir eftir 61 árs gamalli konu
Lögreglan lýsir eftir Magneu Guðnýju Stefánsdóttur búsetta á Bragavöllum 4, 230 Reykjanesbær. Magnea er 61 árs, með dökkt sítt hár, grannvaxin, um 170 cm á hæð og gengur við hækju.
Ekki er vitað með klæðnað Magneu en hugsanlegt er að hún sé klædd náttfötum.
Magnea fór frá heimili sínu í Reykjanesbæ um kl.05:00 fimmtudaginn 4.ágúst 2011 á bifreiðinni RS-M06 sem er svartur Jeep Grand Cherokee Limited 2006 árgerð.
Þeir sem verða varir við Magneu eða bifreiðina RS-M06, vinsamlegast hafið samband við lögregluna á Suðurnesjum í s: 420-1800.