Laugardagur 4. október 2008 kl. 09:11
Lögreglan leitar ökumanns sem ók á steinvegg
kl. 20:00 í gær varð umferðaróhapp á Túngötu í Grindavík, þar sem bifreið var ekið á steinvegg. Ökumaður hafði yfirgefið vettvang og er hans nú leitað. Lögreglan biður hugsanleg vitni að umferðaróhappinu að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum.