Lögreglan leitar fjögurra innbrotsþjófa

Lögreglan á Suðurnesjum leitar fjögurra manna sem brutust grímuklæddir inn í íbúð í Innri-Njarðvík um kvöldmatarleytið í gær. 
Enginn var heima þegar mennirnir brutust inn en íbúi í nálægri íbúð varð þeirra var og kallaði til þeirra. Við það kom styggð á mennina sem forðuðu sér út í svarta GMC Yuokon bifreið og horfu á brott.
Þrátt fyrir mikla leit fundust mennirnir ekki og þeirra enn leitað.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				