Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 1. mars 2000 kl. 12:00

Lögreglan leitar að stolnum bát

Lögreglan í Keflavík leitaði að stolnum bát á Suðurnesjum á tólfta tímanum í fyrrakvöld. Lögreglumenn leituðu bæði á sjó og í höfnum á svæðinu.Tilkynnt var um bátinn á siglingu út úr smábátahöfninni í Gróf. Það var maður sem átti að hafa eftirlit með bátnum sem tilkynnti hvarfið. Lögreglumenn fengu að fara út með öðrum báti frá höfninni í Grófinni og leituðu af sjó. Báturinn kom ekki fram á ratsjá og var jafnvel talið að stolna bátnum yrði siglt til Reykjavíkur. A.m.k. bar eftirgrennslan í höfnum hér syðra engan árangur þegar þetta var skrifað kl. 02:00 aðfararnótt miðvikudags.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024