Lögreglan leitar að Frank Dalgarno Mcgregor
Lögreglan á Suðurnesjum leitar að Frank Dalgarno Mcgregor, sem er skoskur ríkisborgari f. 23.07.1950, til heimilis að Norðurgötu 11, 245 Sandgerði.
Frank er gráhærður, lágvaxinn, um 175 cm. á hæð og grannvaxinn um 55 kg. ekki er vitað um klæðaburð.
Frank sást síðast þann 26. janúar 2011 í Sandgerði og hefur ekkert spurst til hans síðan.
Þeir sem verða varir við Frank eða vita hvar hann er niðurkominn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800.