Lögreglan leitar að Birnu Dögg
Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Birnu Dögg Gunnarsdóttur, 14 ára, kt. 040697-4549, til heimilis að Heiðarhvammi 7 í Reykjanesbæ.
Hún er 164 sm á hæð og um 60 kg. Hún er með dökkt sítt hár og blá augu. Birna Dögg var klædd í svarta mittisúlpu með loðkraga og í hvítum strigaskóm. Síðast er vitað um ferðir Birnu Daggar í Reykjavík við Kringluna um miðjan dag í gær, 11. febrúar 2012.
Þeir sem verða varir við stúlkuna eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800.