Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þriðjudagur 1. ágúst 2000 kl. 19:30

Lögreglan lagði hald á snáka og eðlur í Njarðvík

Skriðkvikindi af ýmsum stærðum og gerðum fundust í húsi í Njarðvíkunum í dag. Lögreglan fjarlægði dýrin úr íbúðinni en eigandinn var ekki með tilskilin leyfi fyrir slíku dýrahaldi og talið er að dýrunum hafi verið smyglað til landsins. Ekki er vitað hvaðan eigandinn fékk dýrin en rannsókn málsins stendur nú yfir. Lögreglumenn fóru inn í íbúðina og lögðu hald á fjögur búr en í tveimur þeirra voru sex snákar, svokallaðir rottusnákar en þeir geta orðið allt að 15 ára gamlir og tæplega 2 metrar á lengd. Snákarnir sem lögreglan tók úr íbúðinni voru þó aðeins um 40 sentimetrar á lengd enda aðeins um 5 mánaða gamlir. Einnig fjarlægði lögreglan einn vatnadreka sem er eðlutegund og fjórar litlar græneðlur. Að sögn Jóhannesar Jenssonar, rannsóknarlögreglumanns í Keflavík, er innflutningur svona skriðkvikinda háður mjög ströngum skilyrðum og því er talsvert um að fólk smygli dýrum til landsins og selji þau.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024