Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglan kölluð á íbúafund
Lögreglumenn á íbúafundi í Njarðvíkurskóla á dögunum. VF-mynd: Hilmar Bragi
Þriðjudagur 29. apríl 2014 kl. 13:47

Lögreglan kölluð á íbúafund

 
Það brá einhverjum í brún þegar lögreglumenn í fullum skrúða voru mættir á íbúafund á Akurskóla í gærkvöldi. Málið skýrðist þó fljótt því lögreglumenn frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum eru sértakir gestir á íbúafundunum og sitja fyrir svörum og kynna starfsemi sína fyrir þá sem óska eftir, á seinni hluta fundarins ásamt forsvarsmönnum starfssviða bæjarins.

Allt fór fram í mikilli vinsemd enda lögreglustjóraembættið á Suðurnesjum þekkt fyrir góða löggæslu í nærsamfélaginu. 
 
Þegar hafa verið haldnir tveir íbúafundir af sex á þessu vori. 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024