Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögreglan kenndi ferðamönnum á bílljós
Lögreglan á Suðurnesjum að störfum. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Þriðjudagur 28. mars 2017 kl. 11:04

Lögreglan kenndi ferðamönnum á bílljós

Lögreglan á Suðurnesjum var með eftirlit á Reykjanesbraut, skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar, um síðustu helgi, til að kanna ástand ökumanna og til að árétta notkun ljósabúnaðar. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að nokkur fjöldi bifreiða á leið frá flugstöðinni hafi verið stöðvaður. Meðal ökumanna voru erlendir ferðamenn sem ekki höfðu kunnáttu til að stilla ljósin á bifreiðunum sem þeir óku. Þeir voru teknir í örstutta kennslustund til að auka öryggi þeirra sjálfra og annarra í umferðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024